Brúðkaup

Hvers vegna vídeó?

Brúðkaupsdagurinn er einn mikilvægasti dagur í lífi hverrar manneskju. Myndband frá þessum stóra degi varðveitir minninguna, ræður gestanna, undirbúninginn og eftirvæntinguna um ókomna tíð.  Kvikmyndatökumaður er nánast ósýnilegur í athöfn og veislu og ekki þarf að taka tillit til hans vegna skipulags. 

Hvað er myndað?

Um morguninn er fylgst með undirbúningi fyrir stóra daginn. Fylgst er með hárgreiðslu og förðun brúðar og annara eftir því sem við á og þið óskið. Einnig er fylgst með undirbúningi brúðguma og eftir atvikum annara sem eru með honum.  

Athöfnin er öll tekin upp í heild sinni á tvær til þrjár vélar. Byrjað er þegar gestir koma til athafnarinnar en þá eru brúðgumi og svaramaður mættir. 

Eftir athöfnina er farið með í myndatökuna og svo þegar komið er í veisluna myndast oft tími til að taka upp efni af skreyttum veislusal og stemningu og eftirvæntingu sem byggist upp meðal veislugesta. Fylgst er með þegar brúðhjónin koma til veilsunnar og í veislunni sjálfri eru öll atriði og ræður teknar upp. Upptöku lýkur þegar brúðhjónin hafa stigði sinn fyrsta dans. 

Mikill sveigjanleiki er í því hvað tekið er upp og er farið að óskum brúðhjóna eftir því sem kostur er.

Eftirvinnsla og afhending efnis:

Í eftirvinnslu er litaleiðrétt, hljóðsett og klippt á milli tökuvéla. Einnig er tónlist sett undir þar sem við á og er tónlist valin af brúðhjónum. 
 

Fullunnið efni er svo afhent í fullum myndgæðum á því formi sem óskað er.

Það sem venjulega er afhent er: 

 – Langt myndband með athöfninni í heild og það helsta úr veislunni.

 – Myndband með hápunktum dagsins, klippt saman með tónlist. (3-5 mín).

Hægt er að óska eftir öðrum útfærslum á þessu.